Sunday, May 30, 2010

Kosningarhelgi að baki.

Mikið hefur gengið á yfir helgina,kosningar,Evruvision og ekki síst þetta frábæra veður sem hefur verið hérna alla helgina enda karlinn orðin brúnn og sætur.
Jú og ekki má gleyma árangri landsliðs kvenna að komast á EM frábær árangur og íslenska knattspyrnulandsliðið vann víst líka en hver er svo sem að spá í það.
Aðfara nótt sunnudags fórum við á kosningarvöku sjálfstæðismanna hérna á Nesinu og hittum þar marga góða félagsmenn sem Seltirninga gengum við síðan hringin í kringum Seltjarnarnes enda veðurblíðan með endæmum. Þess má geta að Framsókn þurkaðist nánast út í þéttbýlis kjörnunum þ.e.a.s. Garðabæ,Seltjarnarnesi og í Reykjavík og sjálfsagt á fleiri stöðum án þess að ég sé eitthvað að velta þessu fyrir mér en ekki leiðist mér þessi úrslit frekar en ef Valur tapar leik.

Thursday, May 27, 2010

Heim úr vinnu eftir kvöldvakt.

Þessari vinnu viku er lokið þ.e.a.s. kvöldvaktinn hefur runnið sitt skeð á enda og í vændum er þriggja daga helgi með Eurovision,kosningum og garðvinnu en ekki get ég sagt farir mínar sléttar fyrr en fyrri daginn.
Í gær miðvikudaginn 26.mai var ég að vinna til klukkan að verða eitt um nóttina og rúmlega það en ég hafði hjólað til vinnu fyrr um daginn og náttúrlega hjólaði ég til baka en klukkan var orðin margt nema hvað ég fer í gegnum bæinn og upp túngötuna og sting mér inní hliðargötur það til að komast niður á Bræðraborgarstíg og rekst þá á lögreglubíl sem virtist vera að leyta að einhverjum. Þegar ég hjóla þá er ég alltaf með einskonar húfu sem bara sést í augun á mér og eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á lögreglumönnunum því að þeir komu á eftir mér og stoppuðu og spurðu á hvað leið ég væri,ég tjáði þeim að ég væri á leiðinni heim til mín úr vinnu og ynni vakta vinnu eitthvað voru drengirnir vantrúaðir á þessa sögu og spurðu mig spjörunum úr og klíktu svo út með að spyrja hvort ég hefði var við dularfullar mannaferðir og eins og ég væri nú ekki dularfullur með lambúshettuna? Nú styttist óðum í Odense eða Eurogym með fimleikunum það verður bara gaman og sérstaklega að fara í HM með allan hópinn ætli ég endi ekki á heilsuhælinu í Hvergerði eftir þessa viku hver veit?

Tuesday, May 18, 2010

Erfiðir dagar.

Ekki byrjaði Íslandsmótið vel fyrir okkur KR-inga með jafntefli við Hauka en viti menn þetta átti allt eftir að versna!
Laugardagurinn 15.mai rann upp með sól í heiði og góða vona í hjarta haldið var austur fyrir fjall með Ivari og hans fjölskyldu og fórum við þrengslin og ákváðum að stoppa á Eyrarbakka og drekka nesti og auðvitað var stoppað við hliðina á gervigrass velli þar í bæ og í bolta fórum við og ekki vildi betur til en svo að Ally datt á síðuna og bar fyrir sig hendina svona í leiðinni og hefur örugglega brákað rifbein en fallið var víst tignarlegt að sögn. Stóð hún þó upp og ferðinni var haldið áfram inní Fljótshlið til að líta gosið. Stoppuðum við þar og nutu útsýnisins en mikið var rykið/askan er við ætluðum að leggja af stað þá var sprungið á bílnum og þeir sem hafa lent í að skipta um dekk á malarvegi vita að það er ekkert gaman og hvað þá ef bílar eru að keyra framhjá og þyrla ryki og ösku í þessi tilfelli enda var karlinn ekki í spari skapinu sínu eftir þetta endaði svo ferðin í Hveragerði þar sem við grilluðum pylsur og svo var haldið heim.
En á meðan á þessum ósköpum gekk þá var Ingunn að keppa á fimleikamóti úti í eyjum og þar var víst öskufall all svakalegt en það dugði samt ekki til að stoppa Ingunni og hennar stöllur því þær urðu DEILDARMEISTARAR í hópfimleikum.
Sunnudagurinn rann upp sæll og glaður en endaði í ósköpum: Barcelona varð spánarmeistari og KR tapaði fyrir Selfoss!Selfoss!
Enda rigndi smsum og tilvitnunum á fésinu sem aldrei fyrr enda hef ég nú kannski unnið til þess arna með stórum og miklum yfirlýsingum um ágæti þeirra liða sem ég held með þannig að það má segja að síðastliðin helgi hafi ekki verið tíðindalaus hérna á Bakkavörinni!

Thursday, May 13, 2010

Feðgadagar að baki.

Nú erum við Ari komnir í heiðardalinn hérna á Nesinu eftir vel heppnaða feðgadaga í Hvítársíðu og var þar margt brassað og mörg mál krufin,bæði andleg sem veraldleg.

En þar með lauk ekki ferðini heldur stefndum við til hennar Þórhildar frænku og Davíds mannsins hennar í sauðburð í Skorradalinn og þar hittum við fyrir aðra frænku mína hana Arndísi eða Aby Baby og voru dætur hennar með í för og ungur herramaður,það er skemst frá því að segja að Ari hvarf fljótlega inní fjárhús með hinum krökkunum til að fylgjast með sauðburðinum og einnig vakti mikill stafli af heyböggum mikla kátínu og var kjörin leikstaður á meðan við (ég og frænkurnar tvær)fórum yfir liðna tíma sem nýja og dróg Þórhildur ýmislegt forvitnilegt fram í dags ljósið frá afa sínu heitnum Óskari Erlendssyni tengt félaga samtökum sem mér þótti merkilegt og fékk lánaða bók hjá henni frá 1926 sem Óskar átti og henni verða gerð góð skil,með komu okkar feðga til Þórhildar hófst nýr kafli í hjúskapar sögu þeirra hjóna því þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem hún bakaði pönnukökur og það með faglegri ráðgjöf Arndísar og mín,Þórhildur setti á pönnuna,Aby gaf ráð með mixið og ég var tæknilegur ráðgjafi með snúningin á pönnsunum og jú aðeins kom Jói fel þarna eitthvað við sögu líka og voru þetta hinu bestu pönnukökur og mjög svo faglega unnar.

Krakkarnir gerðu herleg heitunum góð skil og má þess geta að allt sem á borðinu var var heimabakað og hið mesta lost æti og eitt er víst að ekki grentist maður þennan daginn. Að þessu loknu kíkti Ari í fjárhúsið í síðasta sinn svona rétt til að kveðkja rollurnar og ég kvaddi frænkur mínar og svo var stefnan sett heim á leið þar sem mamman beið orðið óþolinmóð eftir litla stráknum sínum (ekki eftir mér) en hann stein sofnaði á leiðinni enda búin að brasa mikið síðustu tvo dagana.

Wednesday, May 12, 2010

"Helvítis focking fock"

Þriðjudagurinn var tekin snemma sem endranær og ekki var laust við að eftirvænting svifi yfir þó árla dags væri,fyrir átök kvöldsins,vinnan tekin með vinstri og fátt eitt komst að í kollinum en að fara á völlinn um kveldið þó ekki aðeins til að sjá STÓRVELDIÐ spila heldur líka til að hitta gamla félaga og taka eina ef ekki tvær kollur í góðra vina hóp. Við feðgar vorum mættir tímanlega eða klukkan sex og skelltum okkar á hammara og öl (Ari fékk þó bara coke)og áttum góða stund en svo tók hörmungin við! Stórveldið yfirspilaði sveitalið Hauka í fyrri hálfleik og lét þá líta út eins og algera sveitalúða en "sveitalúðarnir" vildu ekki gefast upp og uppskáru eitt stig með góðri baráttu og þvílíku klúðri STÓRVELDISINS að annað eins hefur ekki sést lengi enda setti stúkuna hljóða KR-megin og við tók bölvið og ragnið og það hreinlega rauk úr mér þegar ég kom heim og sjaldan hef ég verið eins reiður og svekktur yfir nokkrum knattspyrnuleik eins og eftir þennan.

En hvað með það,við Ari stefnu á "feðgadag" í bústað í Hvítársíðu og ætlum að eiga góða stund saman,bara tveir,og margt og mikið stendur til að gera og svo er stefnan sett á að heimsækja frænku okkar sem er bóndi og á sauðburð sem stendur nú sem hæst,kannski ég taki eitt lamb með til að slá túnnið í sumar,hver veit.

Sunday, May 9, 2010

Manudagur til mæðu.

Þá er helgin að baki og blá kaldur veruleikin tekur við,úfff,við Ingunn búin að skokka með blöðin,kaffið að hitna og hjólið klárt til að fara til vinnu.
Við feðgar bíðum spenntir eftir þriðjudeginum því þá byrjar Íslandsmótið í knattspyrnu fyrir alvöru þó svo að neðri deildirnar hafi byrjað í gær með nokkrum leikjum í gær. Stelpurnar eru á kafi í prófum og Ari átti að vera í ferðalagi með skólanum en einhverja hluta vegna vildi hann ekki með og því verður eitthvað sniðugt gert þar sem ég verð í fríi á miðvikudag og föstudag.
Það eru sviptingar í þjóðmálunum á Íslandi,menn fangelsaðir,gos og ríkisstjórnin situr á löngum fundum og ræðir hvernig meigi hækka skatta á landsins lýð ennþá meira,eins og hann sé ekki nægilega mikið skattlagður,hef í það minsta ekki keypt mér bjór svo heitið getur síðan um áramót enda hefur sala á áfengi mínkað,hvort sem það sé mér að kenna eða einhverju öðru. Nú er ég farin að hjóla til vinnu og eru það um 8 kílómetrar hvora leið,ágætis hreyfing það með labbinu á morgnana ætti að grennast eitthvað? Og hvað eiga svo Reykjvíkingar að kjósa í komandi bæjarstjórna kosningum? Ætli það sé ekki bara best að kjósa grínið,Besta flokkinn og láta grínið lifa,það væri best held ég.

Thursday, May 6, 2010

Fimmtudagur.

Þá eru morgunverkinn búin og allir að pylla sér af stað í verkefni dagsins nema Ari karlinn hann liggur veikur hérna á sofanum og horfir á mynd svona í morgun sárið.
Var að lesa grein eftir Þorvald Gylfason um ábyrgð ráðherra og er ég sammála honum að mörgu leyti um ábyrgð ráðherra í ríkisstjórnum undanfarin ára og þar þyrfti eitthvað að gera varðandi það en einhvern veginn held ég að ekkert verði gert.
Birna var að keppa í gær við Keflavíkur stúlkur og endaði leikurinn 7-0 fyrir Keflavík og skilst mér að dómarinn hafi verið hálf sofandi enda oftast unglyngar þarna á ferð sem dæma í þessum aldurs flokki og oftast eru þeir annars hugar og alveg örugglega ekki að hugsa um verkefni dagsins.
Nú hefst Íslandsmótið í knattspyrnu á þriðjudaginn og er fyrsti leikur STÓRVELDISINS á móti smálið Hauka sem ég geri mér vonir um að vinna "mjög" stórt og er ætlunin að fara í hamborgara og öl fyrir leik og hitta félagana og vonandi förum við brosandi heim.