Sunday, May 30, 2010

Kosningarhelgi að baki.

Mikið hefur gengið á yfir helgina,kosningar,Evruvision og ekki síst þetta frábæra veður sem hefur verið hérna alla helgina enda karlinn orðin brúnn og sætur.
Jú og ekki má gleyma árangri landsliðs kvenna að komast á EM frábær árangur og íslenska knattspyrnulandsliðið vann víst líka en hver er svo sem að spá í það.
Aðfara nótt sunnudags fórum við á kosningarvöku sjálfstæðismanna hérna á Nesinu og hittum þar marga góða félagsmenn sem Seltirninga gengum við síðan hringin í kringum Seltjarnarnes enda veðurblíðan með endæmum. Þess má geta að Framsókn þurkaðist nánast út í þéttbýlis kjörnunum þ.e.a.s. Garðabæ,Seltjarnarnesi og í Reykjavík og sjálfsagt á fleiri stöðum án þess að ég sé eitthvað að velta þessu fyrir mér en ekki leiðist mér þessi úrslit frekar en ef Valur tapar leik.

No comments:

Post a Comment