Thursday, May 13, 2010

Feðgadagar að baki.

Nú erum við Ari komnir í heiðardalinn hérna á Nesinu eftir vel heppnaða feðgadaga í Hvítársíðu og var þar margt brassað og mörg mál krufin,bæði andleg sem veraldleg.

En þar með lauk ekki ferðini heldur stefndum við til hennar Þórhildar frænku og Davíds mannsins hennar í sauðburð í Skorradalinn og þar hittum við fyrir aðra frænku mína hana Arndísi eða Aby Baby og voru dætur hennar með í för og ungur herramaður,það er skemst frá því að segja að Ari hvarf fljótlega inní fjárhús með hinum krökkunum til að fylgjast með sauðburðinum og einnig vakti mikill stafli af heyböggum mikla kátínu og var kjörin leikstaður á meðan við (ég og frænkurnar tvær)fórum yfir liðna tíma sem nýja og dróg Þórhildur ýmislegt forvitnilegt fram í dags ljósið frá afa sínu heitnum Óskari Erlendssyni tengt félaga samtökum sem mér þótti merkilegt og fékk lánaða bók hjá henni frá 1926 sem Óskar átti og henni verða gerð góð skil,með komu okkar feðga til Þórhildar hófst nýr kafli í hjúskapar sögu þeirra hjóna því þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem hún bakaði pönnukökur og það með faglegri ráðgjöf Arndísar og mín,Þórhildur setti á pönnuna,Aby gaf ráð með mixið og ég var tæknilegur ráðgjafi með snúningin á pönnsunum og jú aðeins kom Jói fel þarna eitthvað við sögu líka og voru þetta hinu bestu pönnukökur og mjög svo faglega unnar.

Krakkarnir gerðu herleg heitunum góð skil og má þess geta að allt sem á borðinu var var heimabakað og hið mesta lost æti og eitt er víst að ekki grentist maður þennan daginn. Að þessu loknu kíkti Ari í fjárhúsið í síðasta sinn svona rétt til að kveðkja rollurnar og ég kvaddi frænkur mínar og svo var stefnan sett heim á leið þar sem mamman beið orðið óþolinmóð eftir litla stráknum sínum (ekki eftir mér) en hann stein sofnaði á leiðinni enda búin að brasa mikið síðustu tvo dagana.

No comments:

Post a Comment