Thursday, May 6, 2010

Fimmtudagur.

Þá eru morgunverkinn búin og allir að pylla sér af stað í verkefni dagsins nema Ari karlinn hann liggur veikur hérna á sofanum og horfir á mynd svona í morgun sárið.
Var að lesa grein eftir Þorvald Gylfason um ábyrgð ráðherra og er ég sammála honum að mörgu leyti um ábyrgð ráðherra í ríkisstjórnum undanfarin ára og þar þyrfti eitthvað að gera varðandi það en einhvern veginn held ég að ekkert verði gert.
Birna var að keppa í gær við Keflavíkur stúlkur og endaði leikurinn 7-0 fyrir Keflavík og skilst mér að dómarinn hafi verið hálf sofandi enda oftast unglyngar þarna á ferð sem dæma í þessum aldurs flokki og oftast eru þeir annars hugar og alveg örugglega ekki að hugsa um verkefni dagsins.
Nú hefst Íslandsmótið í knattspyrnu á þriðjudaginn og er fyrsti leikur STÓRVELDISINS á móti smálið Hauka sem ég geri mér vonir um að vinna "mjög" stórt og er ætlunin að fara í hamborgara og öl fyrir leik og hitta félagana og vonandi förum við brosandi heim.

No comments:

Post a Comment