Wednesday, May 12, 2010

"Helvítis focking fock"

Þriðjudagurinn var tekin snemma sem endranær og ekki var laust við að eftirvænting svifi yfir þó árla dags væri,fyrir átök kvöldsins,vinnan tekin með vinstri og fátt eitt komst að í kollinum en að fara á völlinn um kveldið þó ekki aðeins til að sjá STÓRVELDIÐ spila heldur líka til að hitta gamla félaga og taka eina ef ekki tvær kollur í góðra vina hóp. Við feðgar vorum mættir tímanlega eða klukkan sex og skelltum okkar á hammara og öl (Ari fékk þó bara coke)og áttum góða stund en svo tók hörmungin við! Stórveldið yfirspilaði sveitalið Hauka í fyrri hálfleik og lét þá líta út eins og algera sveitalúða en "sveitalúðarnir" vildu ekki gefast upp og uppskáru eitt stig með góðri baráttu og þvílíku klúðri STÓRVELDISINS að annað eins hefur ekki sést lengi enda setti stúkuna hljóða KR-megin og við tók bölvið og ragnið og það hreinlega rauk úr mér þegar ég kom heim og sjaldan hef ég verið eins reiður og svekktur yfir nokkrum knattspyrnuleik eins og eftir þennan.

En hvað með það,við Ari stefnu á "feðgadag" í bústað í Hvítársíðu og ætlum að eiga góða stund saman,bara tveir,og margt og mikið stendur til að gera og svo er stefnan sett á að heimsækja frænku okkar sem er bóndi og á sauðburð sem stendur nú sem hæst,kannski ég taki eitt lamb með til að slá túnnið í sumar,hver veit.

2 comments:

  1. Frábært hjá ykkur feðgum að hafa feðgadag - hvenær er hann?

    ReplyDelete
  2. Hann er í dag og fram á fimmtudag.

    ReplyDelete