Sunday, May 2, 2010

02.mai.2010/Fótbolti

Jæja,þá er þessi törn búin í bili Birna búin að keppa við FH og tapaði 4-1 þrátt fyrir mörg glæsileg tilþrif og þokkaleg færi í blíðviðrinu á Nesinu.Horfði svo á frændan spila og hann stóð sig með miklum ágætum.
Hafði annað augað(það vinstra) á Liverpool-Chelsea sem fór eins og allir bjuggust við með tapi þeirra rauðklæddu enda Liverpool með allt niður um sig þessa stundina.
Helmingurinn af fjölskyldunni er í leikhúsi að horfa á Oliver Twist og svoleiðis menningarviðburði er mér ekki boðið á enda þykir mér afskaplega leiðinlegt í leikhúsi svona yfir höfuð,þó svo einstaka stykki hafi fallið mér í geð,horfi frekar á Avatar eins þessa stundina.

1 comment:

  1. Velkominn á bloggið. Mig undrar þetta ekki með leikhúsið, enda fátt sem dregur athyglina meira frá sviðinu en hávaðahrotur KR-inga...

    Villi.

    ReplyDelete