Tuesday, May 18, 2010

Erfiðir dagar.

Ekki byrjaði Íslandsmótið vel fyrir okkur KR-inga með jafntefli við Hauka en viti menn þetta átti allt eftir að versna!
Laugardagurinn 15.mai rann upp með sól í heiði og góða vona í hjarta haldið var austur fyrir fjall með Ivari og hans fjölskyldu og fórum við þrengslin og ákváðum að stoppa á Eyrarbakka og drekka nesti og auðvitað var stoppað við hliðina á gervigrass velli þar í bæ og í bolta fórum við og ekki vildi betur til en svo að Ally datt á síðuna og bar fyrir sig hendina svona í leiðinni og hefur örugglega brákað rifbein en fallið var víst tignarlegt að sögn. Stóð hún þó upp og ferðinni var haldið áfram inní Fljótshlið til að líta gosið. Stoppuðum við þar og nutu útsýnisins en mikið var rykið/askan er við ætluðum að leggja af stað þá var sprungið á bílnum og þeir sem hafa lent í að skipta um dekk á malarvegi vita að það er ekkert gaman og hvað þá ef bílar eru að keyra framhjá og þyrla ryki og ösku í þessi tilfelli enda var karlinn ekki í spari skapinu sínu eftir þetta endaði svo ferðin í Hveragerði þar sem við grilluðum pylsur og svo var haldið heim.
En á meðan á þessum ósköpum gekk þá var Ingunn að keppa á fimleikamóti úti í eyjum og þar var víst öskufall all svakalegt en það dugði samt ekki til að stoppa Ingunni og hennar stöllur því þær urðu DEILDARMEISTARAR í hópfimleikum.
Sunnudagurinn rann upp sæll og glaður en endaði í ósköpum: Barcelona varð spánarmeistari og KR tapaði fyrir Selfoss!Selfoss!
Enda rigndi smsum og tilvitnunum á fésinu sem aldrei fyrr enda hef ég nú kannski unnið til þess arna með stórum og miklum yfirlýsingum um ágæti þeirra liða sem ég held með þannig að það má segja að síðastliðin helgi hafi ekki verið tíðindalaus hérna á Bakkavörinni!

2 comments:

  1. Greinilega engin lognmolla hjá ykkur um helgina :-) Ég vona að Allý jafni sig fljótt og ÁFRAM SELFOSS!!!!!

    ReplyDelete
  2. hehe fall er fararheill:) en kannski ekki í þessari færslu. En áfram KR:))

    kveðja frá Norge

    ReplyDelete