Thursday, May 27, 2010

Heim úr vinnu eftir kvöldvakt.

Þessari vinnu viku er lokið þ.e.a.s. kvöldvaktinn hefur runnið sitt skeð á enda og í vændum er þriggja daga helgi með Eurovision,kosningum og garðvinnu en ekki get ég sagt farir mínar sléttar fyrr en fyrri daginn.
Í gær miðvikudaginn 26.mai var ég að vinna til klukkan að verða eitt um nóttina og rúmlega það en ég hafði hjólað til vinnu fyrr um daginn og náttúrlega hjólaði ég til baka en klukkan var orðin margt nema hvað ég fer í gegnum bæinn og upp túngötuna og sting mér inní hliðargötur það til að komast niður á Bræðraborgarstíg og rekst þá á lögreglubíl sem virtist vera að leyta að einhverjum. Þegar ég hjóla þá er ég alltaf með einskonar húfu sem bara sést í augun á mér og eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á lögreglumönnunum því að þeir komu á eftir mér og stoppuðu og spurðu á hvað leið ég væri,ég tjáði þeim að ég væri á leiðinni heim til mín úr vinnu og ynni vakta vinnu eitthvað voru drengirnir vantrúaðir á þessa sögu og spurðu mig spjörunum úr og klíktu svo út með að spyrja hvort ég hefði var við dularfullar mannaferðir og eins og ég væri nú ekki dularfullur með lambúshettuna? Nú styttist óðum í Odense eða Eurogym með fimleikunum það verður bara gaman og sérstaklega að fara í HM með allan hópinn ætli ég endi ekki á heilsuhælinu í Hvergerði eftir þessa viku hver veit?

2 comments:

  1. Kemur ekki á óvart að löggan stoppi þig Elli minn - þú ert náttúrulega "dularfullur" að eðlisfari :-)

    ReplyDelete