Sunday, May 9, 2010

Manudagur til mæðu.

Þá er helgin að baki og blá kaldur veruleikin tekur við,úfff,við Ingunn búin að skokka með blöðin,kaffið að hitna og hjólið klárt til að fara til vinnu.
Við feðgar bíðum spenntir eftir þriðjudeginum því þá byrjar Íslandsmótið í knattspyrnu fyrir alvöru þó svo að neðri deildirnar hafi byrjað í gær með nokkrum leikjum í gær. Stelpurnar eru á kafi í prófum og Ari átti að vera í ferðalagi með skólanum en einhverja hluta vegna vildi hann ekki með og því verður eitthvað sniðugt gert þar sem ég verð í fríi á miðvikudag og föstudag.
Það eru sviptingar í þjóðmálunum á Íslandi,menn fangelsaðir,gos og ríkisstjórnin situr á löngum fundum og ræðir hvernig meigi hækka skatta á landsins lýð ennþá meira,eins og hann sé ekki nægilega mikið skattlagður,hef í það minsta ekki keypt mér bjór svo heitið getur síðan um áramót enda hefur sala á áfengi mínkað,hvort sem það sé mér að kenna eða einhverju öðru. Nú er ég farin að hjóla til vinnu og eru það um 8 kílómetrar hvora leið,ágætis hreyfing það með labbinu á morgnana ætti að grennast eitthvað? Og hvað eiga svo Reykjvíkingar að kjósa í komandi bæjarstjórna kosningum? Ætli það sé ekki bara best að kjósa grínið,Besta flokkinn og láta grínið lifa,það væri best held ég.

3 comments:

  1. Er ekki á stefnuskrá Besta flokksins að innheimta vegtolla af fóli af Nesinu þegar það kemur til Reykjavíkur :-)

    ReplyDelete
  2. fólki af nesinu átti þetta að vera - ekki fóli. Alla vega held ég nú að Besti flokkurinn tali um fólk af nesinu en ekki fól he he

    ReplyDelete
  3. Alvara á þriðjudaginn?! Grundarfjörður FC byrjaði á laugardaginn, ÍR á sunnudaginn og Valur í dag. Ég held að vesturbæingar og nærsveitamenn geti farið að koma niður úr þessum fílabeinsturni.

    Alvaran er löööönnnngu byrjuð.

    ReplyDelete