Monday, May 3, 2010

Morgunverk.

Dagurinn var tekin snemma hér á Bakkavörinni eða á fætur klukkan 05.30 og vorum við Ingunn komin út 05.50 til að bera út Fréttablaðið og vorum tæpar 25 mínútur að þessu,kaffibolli og litið yfir fréttir dagsins og svo skal haldið til að rækta líkaman og veitir nú ekki af því.
Þessa vikuna er ég að vinna á kvöldinn eða frá klukkan 16 og fram eftir,það er svo sem ágæt því að eftir fylgir vanalega 3 daga frí sem að þessu sinni verður sjálfsagt eytt í Úthlið í málningar vinnu.

1 comment: